Keflavíkurstúlkur með yfirburði - naumt tap hjá UMFG
Keflavíkurstúlkur unnu Breiðablik örugglega en Grindavík tapaði naumlega fyrir Haukum í Domino’s deildinni í körfubolta í gærkvöldi.
Keflavík ar með yfirhöndina allan tímann gegn Blikastúlkum og unnu léttan sigur. Daniela Morillo skoraði 25 stig og tók 9 fráköst en ungu stúlkurnar stóðu sig vel og skiluðu stigum og góðu framlagi. Lokatölur 81:51 en staðan í hálfleik var 42:29.
Keflavík-Breiðablik 81-51 (25-17, 17-12, 21-8, 18-14)
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 25/9 fráköst/6 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Þóranna Kika Hodge-Carr 12, Katla Rún Garðarsdóttir 10/5 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 8/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/10 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 2/4 fráköst, Elsa Albertsdóttir 2, Eva María Davíðsdóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0.Spennan var öllu meiri í Grindavík en Haukastúlkur hafa verið á góðri siglingu. Lokatölur urðu 70:78 en lokafjórðungurinn var heimakonum dýr en þær töpuðu honum 6:14.
Jordan Reynolds skoraði 25 stig og tók 11 fráköst. Hrund Skúlasdóttir var með 21 stig og 14 fráköst.
Grindavík-Haukar 70-78 (21-18, 11-19, 16-14, 16-13, 6-14)
Grindavík: Jordan Airess Reynolds 25/11 fráköst/7 stoðsendingar, Hrund Skúladóttir 21/14 fráköst, Tania Pierre-Marie 14/6 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 6/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Hulda Ósk Ólafsdóttir 0, Vikoría Rós Horne 0, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 0, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 0.