Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur með öruggan sigur á Haukum
Fimmtudagur 10. febrúar 2011 kl. 09:31

Keflavíkurstúlkur með öruggan sigur á Haukum

Keflavík vann nokkuð öruggan sigur á Haukum í Iceland Express deild kvenna í gærkvöldi þó fyrri hálfleikur hafi verið nokkuð spennandi. Loka tölur urðu 53-74 fyrir Keflavíkurstúlkum en þær leiddu í hálfleik með 19 stigum. Stelpurnar voru duglegar að deila stigunum með sér og var mjög jafnt stigaskor.

Hjá Keflavík var Pálína Gunnlaugsdóttir með 16 stig og 7 stoðsendingar, Jacquline Adamshick var með 15 stig og 12 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir með 15 stig og Birna Valgarðsdóttir með 14 stig og 7 fráköst. Aðrar voru með minna.

Hjá liði Hauka var Ragna Margrét Brynjarsdóttir með 19 stig og 13 fráköst og Katie Snodgrass með 16 stig og 14 fráköst.

Mynd: Pálína Gunnlaugsdóttir var stigahæst hjá Keflavík
[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024