Keflavíkurstúlkur með fullt hús stiga
Keflavík sigraði Hauka örugglega, 86-52, í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í dag og eru þær því enn ósigraðar í deildinni. Heimastúlkur höfðu yfirhöndina allan leikinn og unnu verðskuldaðan sigur. Sonia Ortega lék sinn fyrsta leik fyrir Keflavík en komst í raun aldrei í takt við leikinn. Þá sigruðu Grindavíkurstúlkur Njarðvík 85:79 í hörku leik í Grindavík.Keflavíkurstúlkur eru sem fyrr í efsta sæti deildarinnar, Grindavík er í öðru sæti en Njarðvík er í því fjórða