Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur mæta Val í kvöld
Þriðjudagur 12. ágúst 2008 kl. 12:35

Keflavíkurstúlkur mæta Val í kvöld

Það er erfitt verkefni sem kvennalið Keflavíkur á fyrir höndum í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Þær fara í heimsókn að Hliðarenda og etja þar kappi við Íslandsmeistara Vals. Valur er með fullt hús stiga og situr á toppi deildarinnar eftir 13 umferðir, hafa hlotið 39 stig af 39 mögulegum. Keflvíkingar hafa hins vegar aðeins hlotið níu stig í deildinni og er í 8. sæti. Hlutskipti þessara liða er því mjög ólíkt. Leikurinn hefst á heimavelli Vals, Vodafonevellinum, kl. 19:15.



VF-MYND/Inga: Keflavíkurstúlkur mæta Íslandsmeisturum Vals í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024