Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 28. mars 2002 kl. 13:48

Keflavíkurstúlkur klúðruðu unnum leik

Keflavík tapaði í gær gegn KR í undanúrslitum 1.deildar kvenna í körfu 63:62 og eru þar með úr leik og komnar í sumarfrí. Keflavíkurstúlkur höfðu leikinn í hendi sér og voru 14 stigum yfir þegar 4 mínútur voru eftir en skoruðu ekki stig það sem eftir var á meðan KR skoraði 15 stig og því fór sem fór.Erla Þorsteinsdóttir skoraði 17 stig og Sonia Ortega 14 stig.
Stelpurnar spiluðu mjög vel allan leikinn en síðustu mínúturnar voru þeim erfiðar og reynslumiklir leikmenn gerðu sig seka um mikil og dýr mistök.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024