Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Miðvikudagur 2. apríl 2003 kl. 21:16

Keflavíkurstúlkur Íslandsmeistarar í körfu 2003

Kvennalið Keflavíkur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld er liðið lagði KR að velli í þriðju viðureign liðana í úrslitum, 82:61 en staðan í hálfleik var 43:42. Keflvík hafði betur í þremur viðureignum liðana í úrslitarimmunni. Þetta er í 10. sinn sem Keflavík fagnar Íslandsmeistaratitlinum í kvennaflokki í körfuknattleik.Sonja Ortega skoraði 18 stig fyrir Keflavík og Birna Valgarðsdóttir 16. Hanna Kjartansdóttir var atkvæðamest í liði KR með 20 stig og Jessica Stomski skoraði 14. Þetta er í sjötta sinn sem Keflavík hefur betur gegn KR í úrslitum Íslandsmótsins en liðin hafa mæst alls átta sinnum.
Bílakjarninn
Bílakjarninn