Keflavíkurstúlkur Íslandsmeistarar í 7. flokki
Keflavíkurstúlkur urðu um helgina Íslandsmeistarar í 7. flokki kvenna. Þær voru taplausar þegar síðasta og jafnframt úrslita fjölliðamót vetrarins fór fram í Toyotahöllinni.
Síðast leikurinn á fjölliðamótinu var hreinn úrslitaleikur við Njarðvík þar sem bæði liðin höfðu farið frekar létt með andstæðinga sína. Keflavíkurliðið mætti frekar stressað í þennan leik þrátt fyrir að hafa unnið stórsigur á Njarðvíkurstelpum fyrir u.þ.b mánuði síðan og var jafnræði með liðunum nánast allan leikinn. Njarðvíkurstúlkur náðu að jafna leikinn 19 - 19 á síðustu sekúndu 3ja leikhluta og spennan í algleymingi. Með miklum dugnaði og eljusemi í fjórða leikhluta tókst Keflavíkurstúlkum að snúa leiknum sér í hag og innbyrða 11 stiga sigur, 34 - 23.
Mynd/www.keflavik.is