Keflavíkurstúlkur Íslandsmeistarar
Keflavíkurstúlkur urðu í gær Íslandsmeistarar í minibolta kvenna í körfubolta eftir sigur á grönnum sínum í Grindavík. Lokatölur urðu 20-16 í spennandi leik þar sem stemingin var frábær hjá fjölmörgum áhorfendum sem lögðu leið sína í Toyotahöllina í Keflavík.
Skúli Sigurðsson hjá Karfan.is tók meðfylgjandi mynd.