Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur í vandræðum
Sverrir Þór og Keflavíkurstelpur þurfa að bretta upp ermar. Mynd/karfan.is
Sunnudagur 8. apríl 2018 kl. 10:07

Keflavíkurstúlkur í vandræðum

-töpuðu öðrum leiknum gegn Val

Keflavíkurstúlkur eru komnar í erfiða stöðu gegn Val í 4-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta eftir tap á útivelli 87-80 í æsispennandi leik. Valskonur leiða 2-0 og Keflavík þarf því að vinna 3 næstu leiki til að komast í úrslitaviðureignina.

Keflavík byrjaði leikinn vel og lék mun betur en í fyrsta leiknum en þá héldu Valskonur Dinkins niðri. Keflavík leiddi í hálfleik 48-59 og hittnin var mjög góð, 9 þriggja stiga körfur rötuðu rétta leið úr 20 skotum. Valskonur gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn og gott betur í þriða leikhluta. Lokaleikhlutinn var æsispennandi en Valskonur voru sterkari og unnu góðan sigur.
Keflvíkingar þurfa aldeildis að bretta upp ermar og í raun rúmlega það í erfiðu verkefni. Aalyah Whiteside hefur verið gríðarlega góð hjá Val og Keflvíkingar haf verið í vandræðum með að stöðva hans. Þriðji leikur liðanna verður í Keflavík á þriðjudag.

Sverrir Þór þjálfari segir að Keflavík þurfi að bæta vörnina, Valur sé að skora of mikið af stigum. Hægt er að sjá gott viðtal við hann á karfan.is

Keflavík: Brittanny Dinkins 22/9 fráköst/9 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 15, Embla Kristínardóttir 14/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 12/6 fráköst/6 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11/7 fráköst/3 varin skot, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/6 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 2, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Anna Ingunn Svansdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024