Heklan
Heklan

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur í vandræðum
Sverrir Þór og Keflavíkurstelpur þurfa að bretta upp ermar. Mynd/karfan.is
Sunnudagur 8. apríl 2018 kl. 10:07

Keflavíkurstúlkur í vandræðum

-töpuðu öðrum leiknum gegn Val

Keflavíkurstúlkur eru komnar í erfiða stöðu gegn Val í 4-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta eftir tap á útivelli 87-80 í æsispennandi leik. Valskonur leiða 2-0 og Keflavík þarf því að vinna 3 næstu leiki til að komast í úrslitaviðureignina.

Keflavík byrjaði leikinn vel og lék mun betur en í fyrsta leiknum en þá héldu Valskonur Dinkins niðri. Keflavík leiddi í hálfleik 48-59 og hittnin var mjög góð, 9 þriggja stiga körfur rötuðu rétta leið úr 20 skotum. Valskonur gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn og gott betur í þriða leikhluta. Lokaleikhlutinn var æsispennandi en Valskonur voru sterkari og unnu góðan sigur.
Keflvíkingar þurfa aldeildis að bretta upp ermar og í raun rúmlega það í erfiðu verkefni. Aalyah Whiteside hefur verið gríðarlega góð hjá Val og Keflvíkingar haf verið í vandræðum með að stöðva hans. Þriðji leikur liðanna verður í Keflavík á þriðjudag.

Sverrir Þór þjálfari segir að Keflavík þurfi að bæta vörnina, Valur sé að skora of mikið af stigum. Hægt er að sjá gott viðtal við hann á karfan.is

Keflavík: Brittanny Dinkins 22/9 fráköst/9 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 15, Embla Kristínardóttir 14/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 12/6 fráköst/6 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11/7 fráköst/3 varin skot, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/6 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 2, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Anna Ingunn Svansdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

 

VF jól 25
VF jól 25