Keflavíkurstúlkur í vanda
Grindavík leiðir í 1. deild gegn Fjölni 2-0
Keflavíkurstúlkur voru ekki með heppnina með sér í öðrum undanúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í Domino’s deildinni í körfubolta en leikið var í Garðabæ. Þær töpuðu með tveimur stigum í æsispennandi leik og náðu ekki að skora úr þremur tilraunum á síðustu 17 sekúndunum. Lokatölur 64-62 fyrir Stjörnuna.
Keflvíkingar byrjuðu betur en Stjörnustúlkur jöfnuðu sig fljótt og jöfnuðu líka leikinn sem síðan var æsispennandi alveg fram á lokasekúndur. Keflavík er nú komið með bakið upp við vegg og þarf að vinna næstu þrjá leiki til að koma í úrslitaleikinn.
Sara Rúnar Hinriksdóttir skoraði 20 stig og tók 8 fráköst fyrir Keflavík en Brittany Dinkins hefur ekki verið nærri því eins öflug í þessum tveimur leikjum og hún hefur verið í allan vetur. Hún skoraði 17 stig og tók 13 fráköst en enginn leikmaður skoraði oftar í vetur meira en 30 stig en þessi snjalli leikmaður. Með Söru Rún og Emelíu Ósk í hópnum voru flestir á því að nú væri hægt að leggja Valskonur en hópurinn hefur ekki náð nógu vel saman til að gera það og þarf nú aldeilis að girða sig í brók til að detta ekki út í undanúrslitum.
Næsti leikur er í Blue höllinni á miðvikudag.
Stjarnan-Keflavík 64-62 (11-14, 20-13, 15-20, 18-15)
Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 22/8 fráköst/13 stoðsendingar/5 stolnir, Ragnheiður Benónísdóttir 12/10 fráköst, Veronika Dzhikova 12/9 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8, Jenný Harðardóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Auður Íris Ólafsdóttir 1, Linda Marín Kristjánsdóttir 0, Sólrún Sæmundsdóttir 0, Alexandra Eva Sverrisdóttir 0/6 fráköst, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 0, Sólveig Jónsdóttir 0.
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 20/8 fráköst/5 stoðsendingar, Brittanny Dinkins 17/13 fráköst/6 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 9, Bryndís Guðmundsdóttir 6/10 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Irena Sól Jónsdóttir 1, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0.
Grindavíkurstúlkur í 1. deildinni hafa unnið fyrstu tvo leikina í úrslitunum við Fjölni, í öðrum leiknum í Grindavík var spenna fram á síðustu sekúndur en heimakonur náði að knýja fram sigur 81-79. Grindavík getur tryggt sér sigur í deildinni með því að vinna þriðja leikinn.