Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 17. janúar 2003 kl. 20:56

Keflavíkurstúlkur í úrslit

Keflavík sigraði Grindavík, 64:83, í 4-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í körfuknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í röstinni. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en þegar líða tók á 4. leikhluta fór reynslan að segja til sín og þá sigu Keflavíkurstúlkur framúr. Sonja Ortega skoraði 23 stig fyrir Keflavík og Erla Þorsteinsdóttir 16 en Denise Shelton skoraði 30 stig fyrir Grindavík og Sólveig Gunnlaugsdóttir 11.

Það verða því Keflavíkurstúlkur sem fara í Laugardalshöllina og leika í úrslitum bikarsins við annaðhvort ÍS eða Haukastúlkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024