Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur í Bikarúrslit
Laugardagur 20. ágúst 2005 kl. 15:50

Keflavíkurstúlkur í Bikarúrslit

Keflavíkurstúlkur i 3. flokki eru komnar í úrslit bikarkeppninnar eftir að hafa tekið FH í kennslustund á heimavelli sínum í gær, 11-0.

Keflvíkingar voru með undirtökin allt frá byrjun og skoruðu fyrstu 6 mörk leiksins á fyrsta hálftímanum. Þannig stóðu leikar í hálfleik en í þeim seinni var það sama uppi á teningnum.

Kennslustundin hélt áfram og fimm mörk í viðbót litu dagsins ljós áður en yfir lauk. Yfirburðirnir voru miklir, en þó má hrósa stúlkunum í báðum liðum fyrir að ljúka leiknum því veður var með því versta sem sést hefur. Hífandi stormur og hellirigning í bland við slyddu.

Keflavík mætir Breiðabliki í úrslitunum á Ávöllum þann 8 sept. en Blikar lögðu einmitt GRV að velli í undanúrslitum á fimmtudaginn.

VF-Mynd/Þorgils: Barátta á miðjunni í veðurofsanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024