Keflavíkurstúlkur hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum
Keflavíkurstúlkur töpuðu öðrum leiknum í röð í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu þegar þær mættu ÍBV á Nettó-vellinum í Keflavík. Eyjastúlkur skoruðu tvisvar og unnu 0-2.
Keflavíkurstúlkur léku oft ágætlega en þær og fleiri voru ósáttar með að ekki skildi hafa verið dæmt mark þegar boltinn fór yfir línuna í marki ÍBV á 26. mín. eftir hornspyrnu. Eyjastúlkur komust yfir á 54. mínútu og skoruðu svo seinna markið á 84. mín.
Natasha Moraa var best í Keflavíkurliðinu en hún er gríðarlega öflug og sókndjörf þó hún sé miðvörður liðsins. Væri í íslenska landsliðinu ef hún væri með íslenska ríkisborgararétt sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur. Hann sagði að það sé enginn heimsendir þó liðið sé búið að tapa fyrstu tveimur leikjunum. Hann ræddi við fotbolta.net eftir leikinn.