Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur gerðu jafntefli við HK/Víking
Þriðjudagur 20. júní 2017 kl. 15:10

Keflavíkurstúlkur gerðu jafntefli við HK/Víking

- Jöfnunarmark Keflavíkur kom á lokamínútunni

Keflavík gerði 2:2 jafntefli við HK/Víking í fyrstu deild kvenna í gær. Leikurinn fór fram í blíðskaparveðri á Nettóvellinum í Keflavík. Keflvíkingar byrjuðu betur og var það var Aníta Lind Daníelsdóttir sem skoraði fyrsta markið fyrir Keflavík á 15. mínútu. Margrét Sif Magnúsdóttir jafnaði fyrir HK/Víking á 53. mínútu og Linda Líf Boama kom HK/Víking yfir á 65. mínútu. Þannig var staðan þangað til á lokamínútunni þegar Sveindís Jane Jónsdóttir kom boltanum yfir marklínuna hjá HK/Víking fyrir Keflavík. Lokastaðan var því 2:2 og Keflavíkurstúlkur eru í þriðja sæti í fyrstu deild kvenna. Næsti leikur er á fimmtudaginn á móti Selfoss sem er í fjórða sæti. Leikurinn fer fram á JÁVERKS-vellinum á Selfossi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024