Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur framlengja
Sunnudagur 3. nóvember 2019 kl. 14:21

Keflavíkurstúlkur framlengja

Sex leikmenn kvenaliðs Keflavíkur í knattspyrnu sem spilar í Inkassodeildinni á næsta ári hafa framlengt samninga sína við knattspyrnudeildina.

Þetta eru þær: Amelía Rún Fjeldsted, Birgitta Hallgrímsdóttir, Eva Lind Daníelsdóttir, Kara Petra Gylfadóttir, Marína Rún Guðmundsdóttir og Valdís Ósk Sigurðardóttir. Nýlega voru kláraðir nýir samningar við þjálfarana, Gunnar M. Jónsson og Hauk Benediktsson ásamt fyrirliðanum Natöshu Anasi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tvíburarnir og landsliðskonurnar Katla María  og Íris Una Þórðardætur gengu nýlega til liðs við Fylki og líklegt þykir að Sveindís Jane Jónsdóttir fari til liðs í Pepsi-deildinni. Það er skarð fyrir skildi hjá Keflavík.