Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur fastar í Hóminum eftir sigur
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 12. janúar 2020 kl. 23:53

Keflavíkurstúlkur fastar í Hóminum eftir sigur

Keflavík vann góðan sigur á Snæfelli í Domino’s deild kvenna í körfubolta á sunnudagskvöld. Lokatölur urðu 75-84. Óveðrið var ekki bara á Suðurnesjum heldur líka úti á landi því Keflavíkurstúlkur urðu innlyksa í Stykkishólmi og þurftu að fá næturgistingu.

Leikurinn var jafn og spennandi og framlengja þurfti þegar liðin skildu jöfn 72-72. Keflavík hafði betur í framlengingu 3-12 og tryggði sér góðan útisigur.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Daniela Morillo var með stigahæst með 24 stig og 13 fráköst hjá Keflavík.

Þrátt fyrir að vera veðurtepptar var hópurinn í ágætum málum eins og sjá má á Facebook síðu stuðningsmanna Keflvíkinga. Hópurinn gistir í Hólminum og vonast til að komast til Keflavíkur á mánudagsmorgun.

Snæfell-Keflavík 75-84 (15-23, 25-19, 17-15, 15-15, 3-12)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 24/13 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 18/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 14/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10/8 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25