Keflavíkurstúlkur fara í fjörðinn og Njarðvík fær Skallagrím

Keflavíkurstúlkur sem töpuðu fyrir KR í síðasta leik leika gegn efsta liði deildarinnar, Haukum, í kvöld og á sama tíma fá Njarðvíkingar neðsta liðið í heimsókn hjá körlunum  í Iceland Express deildinni í körfubolta.
Tveir af lykilmönnum Keflavíkurstúlkna, þær Ingibjörg Vilbergsdóttir og Birna Valgarðsdóttir verða líklega ekki með í kvöld og munar um minna. Ingibjörg er meidd og Birna hefur verið veik síðustu daga en vonast er til að hún verði orði hress fyrir leikinn í kvöld.
Njarðvíkingar tefla fram nýjum leikmanni, Heath Sitton, en hann var með liðinu á undirbúningstímanum og en var sendur heim í upphafi kreppunnar. 
VF/mynd-pket. Það gæti orðið erfitt verkefni hjá Keflavíkurstúlkum í kvöld án eins eða tveggja sinna bestu leikmanna.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				