Keflavíkurstúlkur fá nýjan Kana
 Kvennalið Keflavíkur hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í 1. deildinni. Latoya Rose kom hingað til lands á sunnudag og mun reyna að fylla skarð Resheu Bristol sem þurfti að hverfa af landi brott á dögunum.
Kvennalið Keflavíkur hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í 1. deildinni. Latoya Rose kom hingað til lands á sunnudag og mun reyna að fylla skarð Resheu Bristol sem þurfti að hverfa af landi brott á dögunum.
Rose er 24 ára bakvörður sem lék með Texas A&M í háskóla. Hún er 170 sm á hæð og þykir afar góð 3ja stiga skytta. Á hún eflaust eftir að strykja hið geysiöfluga lið Keflavíkur.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				