Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur eru fallnar þrátt fyrir sigur - þjálfarinn ósáttur með ÍBV
Haft var samband við Sveindísi Jane, leikmann Keflavíkur þó svo deildinni sé ekki lokið. Þjálfari Keflavíkur var afar ósáttur við Eyjamenn.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 15. september 2019 kl. 19:11

Keflavíkurstúlkur eru fallnar þrátt fyrir sigur - þjálfarinn ósáttur með ÍBV

Keflavíkurstúlkur eru fallnar í Inkasso-deildina í knattspyrnu þrátt fyrir sigur gegn HK/Víkingi 4:1 í Reykjaneshöllinni í dag.

Keflvíkingar léku vel og unnu öruggan sigur með mörkum Natasha Anasi sem skoraði tvisvar, Kristrúnar Holm og Sveindísar Jane Jónsdóttur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gunnar Jónsson, þjálfari Keflavíkur var ósáttur við vinnubrögð þjálfara ÍBV sem hafði samband við Sveindísi Jönu Jónsdóttur, lykilmanns í liði Keflavíkur en Sveindís gerði 3ja ára samning við Keflavík fyrr á þessu ári.

Ég trúði þessu ekki þegar ég heyrði þetta og sér í lagi því þetta er eina liðið sem átti í smá keppni við okkur," sagði hann en þjálfari íBV er Jón Ólafur Daníelsson.

Keflavík er með 13 stig en ÍBV sem vann í sömu umferð er með 18 stig og því öruggt uppi í deildinni en ein umferð er eftir.

Gunnar Magnús þjálfari Keflavíkur sagði við fotbolta.net að hann væri ekki viss hvort hann héldi áfram sem þjálfari liðsins. Smellið hér til að sjá viðtalið.