Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur enn ósigraðar - Njarðvík tapaði
Miðvikudagur 14. nóvember 2012 kl. 22:56

Keflavíkurstúlkur enn ósigraðar - Njarðvík tapaði

Heil umferð fór fram í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Í Röstinni í Grindavík tóku heimastúlkur á..

Heil umferð fór fram í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Í Röstinni í Grindavík tóku heimastúlkur á móti grönnum sínum í Keflavík. Hlutskipti liðanna var ólíkt fyrir leikinn sem var þrátt fyrir það var leikurnn mjög jafn og spennandi. Svo fór að lokum að Keflavík vann sex stiga sigur, 65-71.

Grindavíkurstúlkur leiddu í hálfleik, 33-32. Keflavík náði níu stiga forystu fyrir lokaleikhluta með góðri spilamennsku í þriðja leikhluta og náði að halda grönnum sínum í skefjum þar til að leiktíminn var úti. Hjá Grindavík var Crystal Smith stigahæst með 20 stig og Berglind Anna Magnúsdóttir kom önnur með 14 stig. Hjá Keflavík skoraði Jessica Jenkins 16 stig og þær Birna Valgarðsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir komu næstar með 14 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íslandsmeistarar Njarðvíkur léku gegn Haukum í kvöld og töpuðu á útivelli, 72-63. Lele Hardy skoraði 21 stig fyrir Njarðvík og tók einnig 14 fráköst. Salbjörg Sævarsdóttir kom næst með 15 stig og 15 fráköst. Keflavík er efst í deildinni með 18 stig eða fullt hús stiga. Njarðvík er í 6. sæti með sex stig og Grindavík er í 7. sæti með 4. stig.

Grindavík-Keflavík 65-71 (16-15, 17-17, 11-21, 21-18)

Stigaskor Grindavíkur: Crystal Smith 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Berglind Anna Magnúsdóttir 14/5 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 10, Helga Rut Hallgrímsdóttir 8/12 fráköst/5 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 7/7 fráköst/5 stoðsendingar, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 6/9 fráköst.

Stigaskor Keflavíkur: Jessica Ann Jenkins 16/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/9 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 13/7 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 8/13 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 4, Sandra Lind Þrastardóttir 2.

Haukar-Njarðvík 72-63 (18-8, 14-13, 20-25, 20-17)

Stigaskor Njarðvíkur: Lele Hardy 21/14 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Salbjörg Sævarsdóttir 15/15 fráköst/5 varin skot, Svava Ósk Stefánsdóttir 9/8 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 9, Emelía Ósk Grétarsdóttir 3, Eyrún Líf Sigurðardóttir 2, Sara Dögg Margeirsdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 2.

Staðan í deildinni:
1       Keflavík        9       9       0       702     -       552     18
2       Snæfell 9       7       2       687     -       545     14
3       KR      9       6       3       603     -       586     12
4       Valur   9       5       4       592     -       574     10
5       Haukar  9       3       6       591     -       651     6
6       Njarðvík        9       3       6       602     -       669     6
7       Grindavík       9       2       7       576     -       663     4
8       Fjölnir 9       1       8       599     -       712     2