Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur efstar í 1. deild
Föstudagur 18. júní 2010 kl. 09:20

Keflavíkurstúlkur efstar í 1. deild


Keflavíkurstúlkur sitja í efsta sæti fyrstu deildar kvenna með 15 stig eftir sigur á Álftanesi í fyrradag, 2-1. Þróttur R er í öðru sæti með tólf stig.

Keflavík hafði yfirburði í leiknum en mörkin létu á sér standa þrátt fyrir ótal færi. Það var ekki fyrr en á 42. mínútu að fyrsta markið kom þegar Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði fallegt mark af meira en 20 metra færi. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Keflavík.

Um miðjan seinni hálfleikinn bættu Keflavíkurstúlkur við öðru marki. Þar var Nína Ósk aftur á ferðinni en hún setti boltann í netið eftir stangarskot Fanneyjar Kristinsdóttur. Álftanes náði svo að svara fyrir sig undir lok leiksins. ?
Næsti leikur Keflvíkinga verður á sunnudaginn kl. 16:00 á móti Þrótti á Valbjarnarvelli.

Mynd úr safni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024