Keflavíkurstúlkur efstar eftir sigur á ÍA
Keflavíkurstúlkur hafa nú sigrað alla leiki sína í C-deild Lengjubikars kvenna eftir 1-0 sigur á Skagastúlkum í gær í Reykjaneshöllinni. Ekki er vitað um markaskorara liðsins á þessari stundu. Á dögunum skelltu Keflvíkingar sér til Spánar í æfingaferð og má lesa skemmtilega ferðasögu liðsins hér á keflavik.is. Ljóst er að Keflvíkingar koma vel undan vetri með ungt og efnilegt lið sem vert verður að fylgjast með í sumar.
Staðan í riðlinum: