Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur áfram í Powerade-bikarnum – Jacquline með 34 stig
Sunnudagur 9. janúar 2011 kl. 22:35

Keflavíkurstúlkur áfram í Powerade-bikarnum – Jacquline með 34 stig

Keflavíkurstúlkur komust áfram í Powerade-bikarnum eftir erfiðan sigur á Grindavík í Toyotahöllinni í kvöld. Bæði lið byrjuðu af krafti og voru leikar hnífjafnir mest allan leikinn en loka tölur urðu 78-61, Keflavík í vil.

Keflavík átti í erfiðleikum með Grindavík sem byrjuðu leikinn af krafti sem og heimaliðið en þegar 5 mínútur voru liðnar af leiknum hafði Grindavík 4 stiga forskot, 9-13. Keflavíkurstúlkur fóru þá að nýta færin og endaði fyrsti leikhluti 19-16 fyrir Keflavík.

Grindavíkurstúlkur mættu til leiks enn grimmari í öðrum leikhluta og komust aftur yfir í leiknum þegar 15 mínútur voru liðnar af leiknum, 23-24 og bættu þær forskotið hægt og rólega með frábærum varnarleik en í hálfleik leiddu þær leikinn með tveimur stigum, 31-33. Keflavík komust mest 5 stigum yfir í fyrri hálfleik en Grindavík 4 stigum.

Seinnihálfleikur byrjaði með hasar en liðin voru ekki að skora mikið. Keflavík fór þó að sækja meira og komust yfir 36-35. Grindavík lét ekki eftir liggja og að 3. leikhluta loknum var jafnt, 48-48. Eins og áður var leikurinn mjög jafn í fjórða leikhluta alveg fram að loka mínútu. En þegar 50 sekúndur voru eftir, stungu Keflavíkurstúlkur af. Mikill pirringur var hjá báðum liðum og fékk Grindavík dæmdan á sig ásetning fyrir óíþróttamannslega villu og aðeins 10 sekúndur eftir. Keflavíkurstúlkur lönduðu því öruggum sigri og voru þær vel að honum komnar.

Sigahæst í leiknum var Jacquline Adamshick í liði Keflavík með 34 stig og 15 stoðsendingar. Á eftir Jacquline í liði Keflvíkinga kom Pálína Gunnlaugsdóttir með 14 stig og Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir með 13 stig. Sigahæst í liði Grindavíkur var Agnija Reke með 18 stig og 5 stoðsendingar. Þar á eftir var Crystal Ann Boyd með 17 stig og Helga Hallgrímsdóttir með 11 stig.

VF-Myndir/siggijóns - [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bryndís Guðmundsdóttir í báráttu við Crystal Ann Boyd.



Eva Rós Guðmundsdóttir ung og efnileg.



Jacquline fór á kostum í leiknum og skoraði 34 stig.