Keflavíkurstúlkur áfram á sigurbraut - Grindavík hefur tapað öllum leikjum
Keflavík hélt áfram sigurgöngu sinni í Domino’s deild kvenna í körfubolta en liðið vann Skallagrím í Blue-höllinni í gær 69:63 í spennandi leik.
Leikurinn var sveiflukenndur og heimakonur leiddu með tíu stigum í hálfleik og bættu svo fimm stigum við þá forystu í þriðja leikhluta. Skallagrímskonur bitu frá sér í síðasta leikhluta og minnkuðu muninn í fjögur stig en lengra komust þær ekki og Keflavík vann góðan sigur.
Keflavík-Skallagrímur 69-63 (13-17, 17-3, 25-20, 14-23)
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 18/15 fráköst/7 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12/6 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 12, Katla Rún Garðarsdóttir 9/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Irena Sól Jónsdóttir 5, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/7 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 3, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0
Á sama tíma lék Grindavík við KR og tapaði 53:76 en liðið hefur tapað öllum viðureignum og stefnir hraðbyri niður í 1. Deild aftur með sama áframhaldi.
Grindavík-KR 53-76 (15-24, 13-13, 23-23, 2-16)
Grindavík: Jordan Airess Reynolds 20/6 fráköst/7 stoðsendingar, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 12/5 fráköst, Vikoría Rós Horne 8/5 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 3, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 3/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3/5 fráköst, Hrund Skúladóttir 3, Hulda Björk Ólafsdóttir 1, Telma Lind Bjarkadóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0