Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur á toppnum
Miðvikudagur 8. júlí 2020 kl. 16:51

Keflavíkurstúlkur á toppnum

Dröfn Einarsdóttir var á skotskónum með Keflavík þegar liðið vann stórsigur á Fjölni í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í gær. Lokatölur urðu 0:4 fyrir bítlabæjarliðið.

Natasha Moraa Anasi gerði fyrsta mark Keflavíkur á 20 mín. og Dröfn skoraði síðan tvö mörk fyrir hlé. Hún bætti því þriðja við í síðari hálfleik og innsiglaði stórsigur Keflvíkinga sem hafa farið mjög vel af stað og eru með 10 stig eins og Tindastóll eftir 4 leiki. Markatala Keflavíkur er 14:1.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024