Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavíkurstrákar meistarar meistararanna
Mánudagur 6. október 2003 kl. 09:45

Keflavíkurstrákar meistarar meistararanna

Meistaralið Keflavíkur í körfuknattleik sigraði Snæfell 97:90 í hörkuleik í gærkvöldi í góðgerðarleik til styrktar Félagi einstakra barna. Í hálfleik var staðan 59:53 og hjá Keflavíkurliðinu var Nick Bradford stigahæstur með 27 stig, Derrick Allen með 19, Gunnar Einarsson með 14 stig, Falur Harðarsson með 10 stig, Jón N. Hafsteinsson með 7 stig, Magnús Gunnarsson með 4 stig og þeir Hjörtur Harðarsson og Gunnar Stefánsson með 3 stig hvor. Fyrir Snæfellinga skoraði Corey Dickerson 34 stig, Dondrell Withmore 26 stig.

Bæði kvenna og karlalið Keflavíkur í körfubolta eru meistarar meistaranna, en kvennaliðið sigraði Stúdínur fyrr um kvöldið 62:52.

 

VF-ljósmynd/JKK: Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson veitti meisturum meistaranna bikarinn og viðurkenningar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024