Keflavíkurstelpur í Finnlandi
Minnibolti stúlkna í Keflavík hélt í dag upp í för til Finnlands en þar munu þær taka þátt í Delfin Basket mótinu.
Mótið er alþjóðlegt körfuknattleiksmót fyrir börn og unglinga og stendur það yfir dagana 3. – 7. ágúst.
Hægt er að fylgjast með gangi stúlknanna á www.keflavik.is eða á heimasíðu mótsins www.delfinbasket.com
VF-mynd/ www.keflavik.is