Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkursigur í nágrannarimmu
Fimmtudagur 25. febrúar 2010 kl. 11:36

Keflavíkursigur í nágrannarimmu


Keflavík sigraði með þremur stigum í nágrannaslag við Grindavík í gær er liðin áttust við í IE-deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn, sem fram fór í Grindavík, var æsispennandi og þurfti að framlengingu til að knýja fram úrslit.

Grindavík hafði einu stigi betur í fyrsta leikhluta, 16-15. Staðan í hálfleik var 32-29 fyrir Grindavík. Háspennan hélt áfram allan seinni hálfleikin og þegar aðeins 11 sekúndur voru eftir af leiktímanum jafnaði Petrúnella Skúladóttir fyrir Grindavík með 3ja stiga skoti og staðan var 69 - 69. Keflvíkingum tókst ekki að koma boltanum ofan í á síðustu sekúndunum og því þurfti framlengingu. Keflavík skoraði þar 10 stig gegn 7 stigum Grindavíkur og úrslit urðu 76 – 79.
Michele DeVault skoraði 24 stig fyrir Grindavík og tók 12 fráköst. Helga Hallgrímsdóttir var sem fyrr öflug í fráköstunum og hirti 13 slík.
Í liði Keflavíkur var Kristi Smith stigahæst með 25 stig og 8 fráköst. Bryndís Guðmundsdóttir lét einnig að sér kveða, skoraði 15 stig og hirti 14 fráköst.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd - Kristi Smith skoraði 25 stig fyrir Keflavík.