Keflavíkursigur í markaleik
Keflvíkingar unnu í gær 3-2 sigur gegn Fram þegar liðin mættust í Lengjubikarnum í knattspyrnu karla. Framarar leiddu 1-0 í hálfleik en Keflvíkingar mættu hressir til leiks í seinni hálfleik og skoraði Jóhann B. Guðmundsson jöfnunarmark eftir varnarmistök Fram.
Keflvíkingar komust svo yfir með skalla frá Daníel Gylfasyni, en Fram jafnaði metin skömmu síðar. Varamaðurinn Bojan Stefán Ljubicic skoraði sigurmark Keflvíkinga þegar um 20 mínútur voru aftir af leiknum. Keflvíkingar hafa nú sex stig eftir þrjá leiki í Lengjubikarnum. Fótbolti.net greinir frá.