Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik
Keflavík sigraði grannaslaginn
Keflvíkingar sigruðu granna sína úr Njarðvík í afar kaflaskiptum leik í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 99-83 en lengi vel voru það Njarðvíkingar sem virtust ætla að koma á óvart og sigra á erfiðum útivelli. Njarðvíkingar leiddu með 14 stigum í hálfleik og gengu þær kokhraustar af velli.
Þegar flautað var til leiks á ný var allt annað Keflavíkurlið mætt til leiks. Heimastúlkur settu í lás í vörninni og léku við hver sinn fingur í sókninni. Þriðja leikhluta unnu Keflvíkingar 34-9, takk fyrir. Þær litu aldrei til baka eftir þessa rispu og höfðu öruggan sigur eins og áður segir.
Hjá Keflvíkingum voru margar góðar en Jessica Jenkins var atkvæðamest með 33 stig. Hjá Njarðvíkingum var Lele Hardy yfirburðamanneskja að vanda og gældi við þrefalda tvennu.
Lele Hardy í baráttu við Pálínu Gunnlaugsdóttur.
Tölfræðin:
Keflavík: Jessica Ann Jenkins 33/7 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 17/12 fráköst/3 varin skot, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 16/8 fráköst/5 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/5 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Ingunn Embla Kristínardóttir 11, Bryndís Guðmundsdóttir 4/10 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Sandra Lind Þrastardóttir 2, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0.
Njarðvík: Lele Hardy 39/24 fráköst/8 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 9, Svava Ósk Stefánsdóttir 8/6 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 7, Salbjörg Sævarsdóttir 6, Sara Dögg Margeirsdóttir 5, Eva Rós Guðmundsdóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir 3, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Eygló Alexandersdóttir 0, Marín Hrund Magnúsdóttir 0, Soffía Rún Skúladóttir 0.