Keflavíkursigur í Hveragerði
Keflavík hafði betur gegn liði Hamars í gær þegar liðin áttust við í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik. Úrslit urðu 81-76 en leikurinn fór fram í Hveragerði.
Keflavíkurstúlkur voru leiðandi í leiknum allan tímann en staðan í hálfleik var 39:33 þeim í vil.
Pálína Gunnlaugsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 20 stig. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 14 stig og hirti 8 fráköst. Birna Valgarðsdóttir var einnig með 14 stig. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir skoraði 13 stig og var með 8 fráköst.
----
VFmynd/pket – Pálína Gunnlaugsdóttir átti góðan leik gegn Hamri í gær.