Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 20. janúar 2003 kl. 10:36

Keflavíkursigur gegn Víði

Keflavík sigraði Víði, 5-2, í æfingaleik í Reykjaneshöllinni sl. laugardag. Mörk Keflavíkurliðsins skoruðu Zoran Ljubicic, Magnús Þorsteinsson, Jónas Sævar Garðarsson og Einar Daníelsson auk sjálfsmarks Víðismanna. Mörk Víðis skoruðu Unnar Elí Jóhannsson og Kári Jónsson.Þess má til gamans geta að þjálfarar Víðis eru "gömlu kempurnar", Karl Finnbogason og Kristinn Guðbrandsson, sem léku í vörn Keflvíkinga þegar þeir voru upp á sitt besta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024