Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Íþróttir

Keflavíkursigur eftir tvöfalda framlengingu
Föstudagur 17. mars 2017 kl. 08:56

Keflavíkursigur eftir tvöfalda framlengingu

Keflvíkingar unnu frábæran sigur á Tindastólsmönnum fyrir norðan eftir tvöfalda framlengingu í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Magnaður leikur þar sem Magnús Már Traustason fór á kostum, skoraði 33 stig og var með mjög góða skotnýtingu. Amin Stevens var seinn í gang en hann skilaði 25 stigum og 18 fráköstum fyrir Keflvíkinga og Hörður Axel var tveimur stoðsendingum frá þrennu.

Keflvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með sex stigum í leikhlé, en heimamenn jöfnuðu metin í þriðja leikhluta. Jafnt var svo á öllum tölum allt þar til að Keflvíkingar sýndu úr hverju þeir eru gerðir í annarri framlengingu. Frábær sigur og Keflvíkingar leiða einvígið og leika heima í næsta leik.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk


Tindastóll-Keflavík 102-110 (15-20, 21-22, 23-14, 24-27, 13-13, 6-14)

Keflavík: Magnús Már Traustason 33/4 fráköst, Amin Khalil Stevens 25/18 fráköst/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 19/10 fráköst/8 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 16, Reggie Dupree 11/6 fráköst, Ágúst Orrason 6, Elvar Snær Guðjónsson 0, Arnór Sveinsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Daði Lár Jónsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0, Davíð Páll Hermannsson 0.
 

Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025