Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavíkursigur eftir tvöfalda framlengingu
Föstudagur 17. mars 2017 kl. 08:56

Keflavíkursigur eftir tvöfalda framlengingu

Keflvíkingar unnu frábæran sigur á Tindastólsmönnum fyrir norðan eftir tvöfalda framlengingu í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Magnaður leikur þar sem Magnús Már Traustason fór á kostum, skoraði 33 stig og var með mjög góða skotnýtingu. Amin Stevens var seinn í gang en hann skilaði 25 stigum og 18 fráköstum fyrir Keflvíkinga og Hörður Axel var tveimur stoðsendingum frá þrennu.

Keflvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með sex stigum í leikhlé, en heimamenn jöfnuðu metin í þriðja leikhluta. Jafnt var svo á öllum tölum allt þar til að Keflvíkingar sýndu úr hverju þeir eru gerðir í annarri framlengingu. Frábær sigur og Keflvíkingar leiða einvígið og leika heima í næsta leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Tindastóll-Keflavík 102-110 (15-20, 21-22, 23-14, 24-27, 13-13, 6-14)

Keflavík: Magnús Már Traustason 33/4 fráköst, Amin Khalil Stevens 25/18 fráköst/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 19/10 fráköst/8 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 16, Reggie Dupree 11/6 fráköst, Ágúst Orrason 6, Elvar Snær Guðjónsson 0, Arnór Sveinsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Daði Lár Jónsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0, Davíð Páll Hermannsson 0.