Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkursigur eftir framlengingu
Fimmtudagur 17. janúar 2013 kl. 08:18

Keflavíkursigur eftir framlengingu

Keflvíkingar unnu sigur á KR, 75-66 eftir framlengdan leik í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gær. Þegar fyrri hálfleik lauk voru KR-ingar með þægilega forystu, 27-40 og fátt sem benti til þess að Keflvíkingar myndu sigra leikinn. Mað frábærri vörn og baráttu komu Keflvíkingar þó til baka og tryggðu sér að lokum framlengingu. Þar sáu stúlkurnar úr Vesturbænu aldrei til sólar og skoruðu aðeins 2 stig gegn 11 frá heimamönnum í Keflavík. Sara Rún Hinriksdóttir var með 21 stig fyrir Keflavík og 11fráköst en annars dreifðist stigaskor nokkuð vel.

Tölfræði leiks:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Keflavík-KR 75-66 (14-21, 13-19, 19-12, 18-12, 11-2)

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 21/11 fráköst, Jessica Ann Jenkins 19/7 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 17/9 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 16/7 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2/6 fráköst, Elínora Guðlaug  Einarsdóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0, Helena Ósk Árnadóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.