Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkursigur eftir framlengingu
Föstudagur 2. mars 2012 kl. 09:58

Keflavíkursigur eftir framlengingu



Keflavík sigraði Snæfell eftir framlengingu í Iceland Express deildinni í körfubolta í gær. Lokatölur urðu 101-100 en þegar að venjulegum leiktíma lauk þá var jafnt, 93:93. Almar Guðbrandsson var hetja Keflvíkinga að þessu sinni en hann setti niður vítaskot til þess að tryggja sigurinn þegar tvær sekúndur lifðu leiks.

Fyrri hálfleikur var gríðarlega jafn og það var nánast jafnt á öllum sviðum þó svo að Snæfellingar hafi leitt með fjórum stigum í hálfleik. Keflvíkingar virtust svo ætla að sigla fram úr í þriðja leikhluta og þá skoruðu þeir m.a. 13 stig án þess að Snæfellingar næðu að svara fyrir sig. Breiddin er orðin meiri í liði Keflvíkinga með tilkomu Arnars Freys sem hefur verið meiddur um langa hríð, og það virtist ætla að skila þeim sigrinum í gær. Hólmarar komu svo skyndilega með áhlaup og náðu að jafna leikinn rétt áður en feita konan náði að þenja raddböndin. Ólafur Torfason jafnaði leikinn með tveimur vítum til að tryggja Snæfell í framlengingu. 
 
Í framlengingunni var enn jafnræði með liðunum og ljóst að úrslitin myndu ráðast í blálokin. Sú var raunin en eins og áður sagði þá setti Almar Guðbrandsson niður annað af tveimur víta skotum sínum þegar að rúmar tvær sekúndur voru eftir. Hjá Keflvíkingum dróg Magnús Gunnarsson vagninn og endaði með 35 stig. Chalie Parker gældi við þrefalda tvennu en þessir tveir voru í nokkrum sérflokki.

Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 35/6 fráköst, Charles Michael Parker 25/10 fráköst/7 stoðsendingar, Jarryd Cole 11/13 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 8, Valur Orri Valsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 5/9 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 5, Kristoffer Douse 4, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 2

Snæfellingar taka augljóslega þátt í mottumars




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024