Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkursigur á dramatískum lokamínútum
Fimmtudagur 5. ágúst 2010 kl. 22:51

Keflavíkursigur á dramatískum lokamínútum

Keflvíkingar sýndu mikinn styrk í kvöld þegar þegar unnu Fylkismenn í Árbænum í 14. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Eftir að hafa lent undir 1-0 sneru þeir hlutunum sér í hag undir lokin og unnu 2-1.

Allt stefndi í tapleik fyrir Keflavík því það var ekki fyrr en undir lok leiksins sem gæfan reyndist þeim hliðholl. Keflavík var sterkara liðið í seinni hálffleik en gekk illa að skapa sér marktækifæri. Það var síðan á 82. mínútu sem Keflvíkingar fengu vítaspyrnu eftir að Magnús Þórir Matthíasson var felldur inn í teig. Guðmundur Steinarsson tók vítaspyrnuna sem skilaði sér örygglega í netið. Stuttu seinna var hann aftur ferðinni þegar hann lagði upp mark með snilldarsendingu inn fyrir Fylkisvörnina. Þar tók Jóhann Birnir Guðmundsson við henni og kláraði sóknina með marki og tryggði Keflvíkingum fyrsta sigurinn síðan í lok júní. Keflvíkingar halda sér því enn í toppbaráttunni eftir þennan mikilvæga sigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024