Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurpiltar í 5. flokki leika til úrslita á Íslandsmótinu um helgina
Föstudagur 24. ágúst 2007 kl. 14:07

Keflavíkurpiltar í 5. flokki leika til úrslita á Íslandsmótinu um helgina

Úrslitakeppni 5. flokks karla í knattspyrnu fer fram um helgina. Það eru 12 félög sem unnu sér þátttökurétt í úrslitunum og fer úrslitakeppnin annars vegar fram á Akureyri og hins vegar á suðvesturhorninu. Leikið er í fjórum 3 liða riðlum og komast tvö efstu lið riðlanna í 8 – liða úrslit.  Keflavíkurpiltar stóðu sig mjög vel í sumar í riðlakeppninni þar sem þeir enduðu í 2. sæti í B – riðli og áunnu sér með því rétt til að leika í A – riðli að ári.


Í úrslitakeppninni er Keflavík í riðli með Hafnarfjarðarliðunum FH og Haukum.

Leikir Keflavíkur eru sem hér segir:

Föstudagur 24. ágúst:
Kl. 16:00  A - lið    FH - Keflavík   Kaplakrikavöllur (Aðalvöllur)
Kl. 16:50  B - lið    FH - Keflavík   Kaplakrikavöllur (Aðalvöllur)

Laugardagur 25. ágúst:
Kl. 15:30  A - lið    Keflavík - Haukar   Keflavíkurvöllur (Aðalvöllur við Hringbraut)
Kl. 16:20  B - lið    Keflavík - Haukar   Keflavíkurvöllur (Aðalvöllur við Hringbraut)

Ef Keflavík kemst í 8 – liða úrslit/4 – liða úrslit er leikið sem hér segir:

Sunnudagur 26. ágúst:
8 - liða úrslit??
Kl. 10:00  B - lið    Stjörnuvöllur
Kl. 11:00  A - lið    Stjörnuvöllur

4 - liða úrslit??
Kl. 15:00  B - lið    Stjörnuvöllur
Kl. 15:50  A - lið    Stjörnuvöllur

Sama stigaregla gildir og í riðlakeppni Íslandsmótsins; sigur í A - liði gefur 3 stig, sigur í B - liði gefur 2 stig og jafntefli gefur alltaf 1 stig.  Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í 8 - liða úrslit og spila þ.a.l. á sunnudeginum. 
Sigurvegararar á suðvesturhorninu leika svo gegn sigurvegurunum á Akureyri úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn sem fram fer fimmtudaginn 30. ágúst á Valbjarnarvelli.

Af vefsíðu Keflavíkur: www.keflavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024