Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurmær  vinnur ferð í fótboltaskóla hjá Manchester United
Mánudagur 27. júlí 2009 kl. 18:01

Keflavíkurmær vinnur ferð í fótboltaskóla hjá Manchester United


Íris Ósk Hilmarsdóttir, ung stúlka úr Keflavík, er á leið í fótboltaskóla hjá Manchestser United næsta sumar eftir að hún hreppti fyrsta vinninginn í leiknum „Lið vikunnar“ hjá Draumliði Pepsí sem gefur út íslensku fótboltamyndirnar.

Leikurinn gengur út á það að safna átta myndum af ellefu leikmönnum  úr liði vikunnar í Pepsí deildinni og senda þá til Draumaliðsins.  Fótboltamyndirar er hægt að fá í verslunum og bensínstöðvum.  Fleiri upplýsingar um fótboltamyndirnar er hægt að fá á www.draumalidid.is

Mynd/ Íris Ósk með vinninginn góða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024