Keflavíkurkonur lágu úti
Keflavík varð að sætta sig við 3-0 ósigur gegn sterku liði Breiðabliks í Landsbankadeildinni á þriðjudagskvöld. Keflavíkurkonur eru sem fyrr í 5. sæti deildarinnar með 12 stig en Valur og Breiðablik fjarlægjast óðum önnur lið í deildinni og aðeins spurning hvort liðið verður Íslandsmeistari.
Næsti leikur Keflavíkur er gegn KR á Keflavíkurvelli þann 25. júlí næstkomandi.