Keflavíkurkonur lágu í Lengjubikarnum
Keflavík tók á móti Breiðablik í Lengjubikarnum í kvennaknattspyrnu í gærkvöld og máttu Keflavíkurkonur sætta sig við 3-0 ósigur í leiknum.
Keflavík situr á botni síns riðils án stiga og mætir Stjörnunni næsta sunnudag kl. 15:00 í Reykjaneshöll.
Karlalið Keflavíkur leikur í kvöld í Lengjubikarnum og mæta ÍA í Akraneshöllinni uppi á Skipaskaga kl. 18:30.