Keflavíkurkonur á síðasta sjéns
3. leikurinn í úrslitaeinvíginu í Hólminum í kvöld
3. leikur í lokaúrslitum Domino´s deildar kvenna fer fram í Stykkishólmi í kvöld þar sem að Snæfell tekur á móti Keflavík.
Keflvíkingar eru með bakið neglt upp við vegg og verða að sigra til að halda lífi í seríunni þar sem Snæfell hefur 2-0 forystu og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri.
Leikurinn hefst kl. 19:15 í Fjárhúsinu í Stykkishólmi og eru allir stuðningsmenn sem vettlingi geta valdið hvattir til að mæta og styðja vð bakið á sínum konum.