Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurkarlar í góðum gír og UMFG jafnaði við Stjörnuna
Kristinn Pálsson og félagar hans í UMFG unnu góðan sigur á Stjörnunni. VF-myndir/hilmarbragi.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 19. maí 2021 kl. 11:36

Keflavíkurkarlar í góðum gír og UMFG jafnaði við Stjörnuna

Karlalið Keflavíkur hefur unnið tvo fyrstu leikina og Grindvíkingar jöfnuðu í einvíginu við Stjörnuna í 8 liða úrslitum Domino’s deildar í gærkvöldi.

Keflavík vann góðan sigur á Sauðárkróki í gær með tólf stiga mun 74-86. Heimamenn á Króknum voru undir allan tímann nema í þriðja leikhluta þegar þeim tókst að jafna en þá sögðu deildarmeistararnir hingað og ekki lengra og kláruðu leikinn. Hörður Axel Vilhjálmsson átti stórleik og skoraði 29 stig og gaf 11 stoðsendingar. Keflvíkingar eru komnir í 2-0 forystu og þriðji leikurinn verður í Blue höllinni á laugardag 22. maí kl. 17.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tindastóll-Keflavík 74-86 (11-19, 19-22, 29-18, 15-27)

Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 29/11 stoðsendingar, Deane Williams 26/7 fráköst, Calvin Burks Jr. 13/8 fráköst, Dominykas Milka 10/6 fráköst, Valur Orri Valsson 6/7 fráköst/7 stoðsendingar, Arnór Sveinsson 2, Ágúst Orrason 0, Magnús Pétursson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Reggie Dupree 0.

Grindvíkingar höfðu betur í öðrum leik úrslitanna gegn Stjörnunni á heimavelli. Þeir leiddu allan tímann og sigruðu 101-89. Ægir Þór Steinarsson hélt Stjörnumönnum inni í leiknum lengst af og skoraði 33 stig en mátti ekki við margnum og Grindvíkingar innbyrtu sanngjarnan sigur.

Grindavík-Stjarnan 101-89 (29-24, 19-16, 22-20, 31-29)

Grindavík: Joonas Jarvelainen 23/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 21/4 fráköst/13 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 20, Amenhotep Kazembe Abif 18/8 fráköst, Kristinn Pálsson 8/9 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 7/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 2, Kristófer Breki Gylfason 2, Magnús Engill Valgeirsson 0, Bragi Guðmundsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Jóhann Árni Ólafsson 0.

Hörður Axel Vilhjálmsson átti magnaðan leik með Keflavík og skoraði 29 stig og gaf 11 stoðsendingar.