Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 24. mars 2003 kl. 15:22

Keflavíkurhraðlestin með nýtt Keflavíkurlag

Nýtt Keflavíkurlag var frumflutt á leik Keflavíkur og Njarðvíkur í 4-liða úrslitum Intersport-deildarinnar í gær. Leikmenn liðsins ásamt Rúnari Júlíussyni syngja lagið en nokkrir meðlimir Fálka frá Keflavík sjá um undirleikinn. Lagið var tekið upp í vikunni í Geimstein og svo frumflutt á leiknum í gær við mikla ánægju áhorfenda.Textann við lagið sömdu Sigurður Ingimundarson þjálfari liðsins og fjórir leikmenn meistaraflokks en þeir eru saman í hljómsveitinni Lundarnir.

Nánar verður fjallað um lagið ásamt því að birtar verða myndir frá upptökum í tímariti Víkurfrétta sem kemur út í byrjun apríl!

Mynd: Strákarnir í Keflavíkurliðinu ásamt Rúnari Júlíussyni í hljóðveri Rúna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024