Keflavíkurgrasið kemur vel undan vetri
Forráðamenn knattspyrnunnar í Keflavík eru mjög ánægðir með það hvað Sparisjóðsvöllurinn í Keflavík kemur vel undan vetri. Grasið er fallega grænt og þar hafa Keflvíkingar æft af kappi síðustu daga fyrir fyrsta leik sinn í Pepsí-deildinni sem verður nk. mánudagskvöld gegn Íslandsmeisturum FH.
Keflavíkurstúlkur spila hins vegar á morgun, laugardag gegn Fylki á Keflavíkurvelli en sá leikur hefst kl. 14. FH-leikur strákanna er á mánudagskvöld kl. 19:15.
Mynd frá knattspyrnudeild Keflavíkur.