Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurdömur deildararmeistarar í körfu
Miðvikudagur 13. mars 2013 kl. 21:38

Keflavíkurdömur deildararmeistarar í körfu

- eftir góðan sigur á Snæfelli í spennandi leik í Toyota höllinni.

Keflavíkurstúlkur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í körfubolta þegar þær sigruðu Snæfell í Toyota höllinni í Keflavík í kvöld. Lokatölur urðu 71-64.

Gestirnir úr Stykkishólmi byrjuðu betur í bítlabænum og leiddu með 8 stigum eftir fyrsta fjórðung og með fimm stigum í hálfleik 34-39. Í síðari hálfleik náðu heimamenn fljótt forystu þó hún væri ekki mikil, 3 stig eftir þriðja fjórðung en Snæfellsdömur gáfust ekki upp og leikurinn var jafn alveg til loka. Þegar um hálf mínúta var eftir munaði aðeins tveimur stigum en Keflvíkurdömurnar héldu haus og innbyrtu góðan sigur 71-64.


Jessica Jenkins var atkvæðamest Keflvíkinga en hún skoraði 21 stig. Pálína Gunnlaugsdóttir var með 12 eins og Ingunn Embla Kristínardóttir en þessar þrjár skoruðu mikilvæg stig á síðustu mínútunni, Ingunn með góðri körfu og hinar af vítalínunni þegar Snæfell þjarmaði að þeim. Birna Valgarðs skoraði 9 og Sara Rún Hinriksdóttir 8 stig. Bryndís Guðmunds var með 5 stig og Sandra Lind Þrastardóttir með 4.
Hjá Snæfelli skoraði Hildur Sigurðardóttir 23 stig og Kieraah Marlow 16.
Með þessum titli tryggja Keflavíkurdömur sér efsta sætið fyrir úrslitakeppnina og jafnframt heimaleikjarétt þar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavíkurdömur fögnuðu deildarmeistaratitlinum eftir sigur á Snæfelli.

Annar María Sveinsdóttir, sigursælasta körfuboltakona Keflavíkur smellti mynd af nýkrýndum deildarmeisturum. VF-myndir/pket.