Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkingar hefja titilvörnina gegn KR
Keflavík varð Bikarmeistari á síðustu leiktíð.
Fimmtudagur 8. nóvember 2012 kl. 14:52

Keflavíkingar hefja titilvörnina gegn KR

Dregið var í 32-liða úrslitum í Powerade-bikarnum í hádeginu. Bikararmeistarnir í Keflvík fengu engan óskadrátt í..

Dregið var í 32-liða úrslitum í Powerade-bikarnum í hádeginu. Bikararmeistarnir í Keflvík fengu engan óskadrátt í karlaflokki en þeir mæta KR á útivelli. Titilvörnin hjá Keflvíkingum hefst því á hörkuleik.

Grindavík og Njarðvík voru heppnari með andstæðinga. Íslandsmeistarar Grindavíkur leika á útivelli gegn Leikni. Skemmtileg viðureign verður svo þegar Keflavík-B/ÍG mætir Njarðvík. Reynir Sandgerði leikur gegn Aftureldingu og Njarðvík-B leikur gegn ÍR. Leikirnir hjá körlunum fara fram 30. nóvember til 3. desember.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í kvennaflokki hefjast leikar í 16-liða úrslitum. Öll þrjú Suðurnesjaliðin fengu útileiki. Keflavík fer í heimsókn á Ásvelli og leikur gegn Haukum, Grindavík mætir Víkingi frá Ólafsvík og Njarðvík leikur gegn Val. Leiknir hjá konunum fara fram 17.-19. nóvember næstkomandi.

32-liða úrslit karla
Leiknir - Grindavík
Keflavík-B/ÍG - Njarðvík
Hamar - ÍA
Vængir Júpiters/Ármann - Fjölnir
Valur - Þór Akureyri
Stjarnan-B - Þór Þorlákshöfn
Mostri - Augnablik
KV/Haukar-B - Víkingur Ólafsvík
KR-B - Breiðablik
KR - Keflavík
Fjölnir-B/Laugdælir - KFÍ
ÍR - Njarðvík-B
FSu - Haukar
Reynir Sandgerði - Afturelding
Tindastóll - Snæfell
Stjarnan - Skallagrímur

16-liða úrslit kvenna
Stjarnan - Breiðablik
Haukar - Keflavík
Valur - Njarðvík
Snæfell - Fjölnir
Víkingur Ólafsvík - Grindavík
Sitja hjá: Hamar, Þór Akureyri og KR.