Keflavík yfir í hálfleik
Keflvíkingar hafa 2-1 yfir gegn ÍBV í hálfleik í Landsbankadeild karla í knattspyrnu en leikurinn fer fram á Keflavíkurvelli.
Pétur Runólfsson kom ÍBV í 1-0 á 13. mínútu en Kenneth Gustafsson jafnaði metin á 27. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Það var svo Stefán Örn Arnarson sem kom Keflavík í 2-1 á 35. mínútu og hefur nú gert sex mörk í fjórum leikjum.
Nánar síðar…