Keflavík yfir í hálfleik
Fimm mörk hafa verið gerð í fyrri hálfleik í viðureign Keflavíkur og ÍA á Keflavíkurvelli. Leikurinn er í síðustu umferð Landsbankadeildarinnar og hefur verið allt annað að sjá til Keflavíkur í þessum leik en í síðustu leikjum.
Hallgrímur Jónasson hefur skorað tvívegis en Guðjón Árni Antoníusson gerði þriðja mark Keflavíkur.
VF-Mynd/ [email protected] – Hallgrímur með skot sem hann skoraði úr en boltinn hafnaði í slánni og fór svo inn, glæsimark.