Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík yfir gegn Fylki á Njarðvíkurvelli
Fimmtudagur 20. maí 2010 kl. 20:03

Keflavík yfir gegn Fylki á Njarðvíkurvelli

Keflvíkingar eru yfir, 1-0, á móti Fylki en liðin mætast í 3. umferð Pepsí-deildar karla í knattspyrnu á Njarðtaksvellinum í Njarðvík. Það var Guðmundur Steinarsson sem skoraði mark Keflavíkur úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Guðmundur skoraði af öryggi úr spyrnunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Aðstæður í Njarðvík eru ágætar, svo gott sem logn á vellinum en súldarveður og völlurinn því blautur. Fátt annað markvert hefur gerst í leiknum.

Þá eru Grindvíkingar undir gegn Fram en leikurinn fer fram á heimavelli Fram.


Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Guðmundur lætur vítaspyrnuna ríða af og þegar hann og félagar hans í Keflavík fagna markinu.


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson