Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík vann toppslag 1. deildar
Miðvikudagur 10. ágúst 2011 kl. 17:40

Keflavík vann toppslag 1. deildar

Keflavíkurstúlkur fóru með sigur af hólmi í toppslag 1. deild kvenna á mánudagskvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var sannkallaður toppslagur í A-riðlinum sem fór fram í Víkinni á mánudagskvöld. Þá mættust liðin í 2. og 3. sæti riðilsins. HK/Víkingur var í 2. sæti fyrir leikinn með 25 stig eftir 10 leiki en Keflavík í 3. sæti með 19 stig eftir 9 leiki. Tvö efstu lið riðilsins komast á fram í úrslitakeppni 1. deildar en þangað ætla bæði liðin sér.

HK/Víkingar unnu fyrri viðureign liðanna 3-0 og Keflavíkurliðið hefur ekki náð sér á skrið í sumar svo það verður að teljast nokkuð óvænt að þær bláklæddu hafi unnið 5-1 stórsigur á erfiðum útivelli.

Guðný Petrína Þórðardóttir kom Keflavík yfir með marki úr vítaspyrnu á 36. mínútu og Andrea Ósk Frímannsdóttir jók forystuna í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks.

Glódís Perla Viggósdóttir náði að minnka muninn á 55. mínútu og leikurinn var í járnum áður en Nína Ósk Kristinsdóttir kom Keflavík í 3-1 þrettán mínútum fyrir leikslok. Á lokamínútunum komu tvö Keflavíkurmörk til viðbótar. Fyrst frá Fanneyju Þórunni Kristinsdóttur og síðan bætti Nína Ósk Kristinsdóttir við sínu öðru marki. Lokatölur 5-1 og Keflavík er komið í fína stöðu fyrir lokasprettinn.

Liðið er nú þremur stigum á eftir HK/Víkingum en á leik til góða og er með betri markatölu. það verður því gríðarlega spennandi að fylgjast með lokaleikjum riðilsins en bæði lið eiga eftir að mæta toppliði FH, segir í umfjöllun um leikinn á fotbolti.net